Valla Helga

.:cute:.
.:bloggið:.
heim
eldra blogg
blogger
blogskins
.:fólk:.
hildur
leibbi
anna björg
arna hrund
keiz
anna sigga
svanhvít
.:skemmtilegt:.
harry potter wizard challenge
heromachine
lonely planet
buffy dialogue database
internet movie database
good quotes
.:upplýsingar:.
google
britannica
infoplease
world factbook
.:dóterí:.
tónlistin
netþýðandinn
litir
baggalútur
tilveran
lágmarksríki
politík
föstudagur, nóvember 10, 2006

Eftir daginn sem ég átti í dag er bara hægt að vitna í Drew Carey.

.......................................................................

“Oh, you hate your job? Why didn't you say so? There's a support group for that. It's called EVERYBODY, and they meet at the bar.”

Valla kl 18:00

sunnudagur, maí 14, 2006

"Æ, æ, æ. Ég held ég sé að deyja."

Ég er í aumkunarverðu sjálfsvorkunarkasti akkúrat núna. Pity the fool...

................................................................................

I thought about building you a boat to survive the river of tears I'm crying for you, but the world's smallest violins just aren't a reliable source of lumber, and that cross you're nailing yourself to seems bouyant enough anyways.
-House

Valla kl 22:39

föstudagur, maí 12, 2006

Til hamingju HILDUR!

Sumir hafa verið valdir úr hópi hundruða umsækjenda um tveggja vikna námsdvöl á háklassa lögfræðiskrifstofu.
Það er eins gott að móttökurnar verði góðar og að þeir fari vel með hamingjubeljuna mína.
...........................................................

Zoe: "You sanguine about the kind of reception we're apt to receive on an Alliance ship, Cap'n?"
Mal: "Absolutely."...... "What's 'sanguine' mean?"
Zoe: " 'Sanguine'. Hopeful. Plus -- point of interest -- it also means 'bloody'."
Mal: "Well, that pretty much covers all the options, don't it?"
-Firefly

Valla kl 12:17

miðvikudagur, maí 10, 2006

It´s all been done before.

Allt sem ég hef gert, hugsað og fundið hefur einhver einhver annar gert, hugsað eða fundið áður. Allt sem mér dettur í hug að segja hefur verið sagt áður, bara miklu betur orðað. Fyrst að tilfinningar mínar (þessar tvær) og reynsla mín er hvort sem er einskonar ritstuldur á upplifun einhvers annars hef ég ákveðið að ganga alla leið og ritstela því hvernig þeir orða það líka.
...................................................................

"How is education supposed to make me feel smarter? Besides, every time I learn something new, it pushes some old stuff out of my brain. Remember when I took that home winemaking course, and I forgot how to drive?" -Homer

Valla kl 18:12

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Insomnia

Ég er andvaka. Ég! Andvaka! Svefnlaus! Get ekki sofið! Klukkan er hálf sex að morgni til og mér hefur ekki komið blundur á brá.
Ég er ofurhetja með enga skikkju. Súperman í kryptónít nærbuxum.
Þetta er jafn fáránlegt og að fleygja sér í gólfið og hitta ekki. ("That´s not flying. That´s falling with style").

Ég skil ekki afhverju. Vil kenna um streitu, andstyggilegum túrverkjum og því að ég byrjaði að gera lista yfir óunnin verkefni. Listinn varð alltaf lengri og lengri. Hann tekur engan enda. Ég er enn að bæta inn á hann.

Ég þarf að fara á fætur eftir smá stund. Ég verð handónýtur uppvakningur niðri á rannsókn. Þetta verður strembinn dagur og svo er vinna annað kvöld. Ég hreinlega kvíði fyrir. Hvernig fer fólk að þessu?

Í nótt er ég búin að
-Ákveða að fara í jóga.
-Leita að leiðbeiningum um stöðlun á pípettum.
-Gera gátlista.
-Gera lista yfir verkefni sem komust ekki fyrir á gátlistanum.
-Áttað mig á að á listanum eru verkefni sem eru meira en ársgömul.
-Horfa á fréttir síðustu viku.
-Gera mér grein fyrir því að ég er glæpamaður.
-Gera mér grein fyrir því að ég hef lítið samviskubit yfir fyrrnefndum glæpum.
-Skoða köfunarferðir á netinu.
-Taka til í tölvupósthólfinu mínu.
-Finna upp nýja skrifstofuvöru og teikna upp fyrstu hönnun.

“I look back on my life with regrets. All those wasted years. All that time spent awake.”
-Garfield

........................................
Í gær var skírnardagurinn minn og afmælisdagur Markúsar heitins.

Valla kl 05:09

föstudagur, mars 31, 2006

Sá einhver Kastljós í gærkveldi. Ég titraði og skalf. Og geri það enn. Einar Oddur er ótrúlegur maður. "Hver er ekki með lág laun, það finnst öllum þeir vera með lág laun." "Hverir eiga þá ekki að hækka". Það hljóta allir að verða að hafa að meðaltali helmingi hærri laun en mamma mín. Þjóðarskútan sekkur auðvitað ef þessir starfsmenn fá meira en 101 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Það myndu allir tapa á því að þau gætu lifað af laununum sínum.
Þetta hefur líka reddast hingað til, mamma er að vinna fyrir tvo og hálfan. Bókstaflega. Þær eru stundum þrjár á morgunvakt þar sem sjö starfsmenn þarf til að vera fullmannað. Þetta eiga þær að láta bjóða sér, því annars bera þær ábyrgð á því að allir aðrir í landinu verði að hækka samsvarandi. Það er hringt í mömmu mína í öllum fríum sem hún fær og hún kölluð í vinnu. Hún vinnur oft morgunvaktina til klukkan níu á kvöldin því enginn mætti á kvöldvaktina. Hún hefur ekki hjarta í sér til að skilja gamla fólkið eftir hjálparlaust. Þær fá ekkert greitt fyrir aukaálagið þegar þær eru undirmannaðar. Hvorki í launum né í frítökurétti.

Einar Oddur.
Vegna þess að ég veit að þú lest bloggið mitt reglulega þá vil ég skilja eftir persónuleg skilaboð til þín.
Yfirleitt fordæmi ég fólk ekki vegna skoðanna þeirra. Ég þekki þig ekki persónulega og ég veit ekki af hverju þér finnst allt í lagi að mamma mín sé að vinna að baki brotnu fyrir lágmarkslaun. En þú ert orðinn grár og hrumur.
Þú ert að eldast félagi.
Eitt það fyrsta sem fer er skammtímaminnið. Þess vegna vissirðu ekki að samningarnir voru ekki gerðir síðasta vor heldur vorið þar á undan.
Ég vona að eftirlaunin sem þú tryggðir þér ekki alls fyrir löngu ,sem vel á minnst sökktu ekki þjóðarskútunni, dugi vel fyrir einkahjúkrun heima hjá þér þegar þar að kemur að þú getur ekki klætt þig sjálfur eða farið á klósettið. Þú verður að redda því sjálfur vegna þess að fólk eins og mamma mín er sjaldgæft. Og vegna þess hvernig vinnuálagið er á henni núna eru mestar líkur á að hún brenni út á næstu árum. Það sama gildir um samstarfskonur hennar. Hjúkrunarheimilin munu standa auð.
Kanski þú getir keypt þér munaðarleysingja frá Indónesíu til að sjá um þig. Það er ekki eins og siðferðiskenndin þín myndi hindra þig í því.

Valla kl 13:15

laugardagur, mars 25, 2006


Kannast einhver við þessa?
Ég stal þessari hugmynd frá Önnu Björg sem stal henni aftur frá laufblaði (!)
Atriði úr einni vanmetnustu mynd seinni tíma.

Þá er bara að gizka.

Valla kl 19:41

Ég er alveg rosalega stolt af mömmu minni.
Ég er reyndar alltaf stolt af henni en þessa dagana er hún í forsvari fyrir þrælauppreisnina á Hrafnistuheimilinum. Sko mína. Þeir hafa ekki hugmynd um hvaða afl þeir eru að leysa úr læðingi. Ég ætti eiginlega að finna til með þeim. En ég ætla ekki að gera það.

Valla kl 19:24

Ritstuldur dagsins:

Kaylee: "Well, we're headed for help... right?"
Zoe: "Captain will come up with a plan."
Kaylee: "That's good. Right?"
Zoe: "Possibly you're not recalling some of his previous plans."

-Firefly

Valla kl 19:20

.:skólatengt:.
science animations
tækniháskólinn
medlineplus
kennsluvefur
lín
labtestsonline
.:nauðsynlegt:.
garfield
bankinn
amazon
simnet
.:rigningin:.
The WeatherPixie

written by Valla : powered by blogger and wicked designs